Yfirnjósnari Newcastle United mætir í Keflavík
Yfirnjósnari Newcastle United, David Mills, hefur boðað komu sína á leik Keflavíkur og Dungannon 17. júní nk. Sigurvegari úr leikjum Keflavíkur og Dungannon mun mæta Lilleström frá Noregi en sigurvegari úr þeirri viðureign mætir Newcastle United 15. júlí. Hr. Mills sagði í samtali við framkvæmdastjóra Keflavíkur að Newcastle menn reiknuðu með að mæta Keflavík í þriðju umferð ekki síður en Lilleström. Við Keflvíkingar ofmetnumst ekki vegna þessa og stefnum fyrst að því að komast í aðra umferð og klára hana áður en við mætum Newcastle United.