Yngri flokkar karla 2003-2004 - Yfirlit
Þá er keppnistímabilinu lokið hjá yngri flokkum Keflavíkur, en því lauk formlega með glæsilegu lokahófi sem haldið var í íþróttahúsinu við Sunnubraut s.l. laugardag. Starfið á tímabilinu hefur verið mjög gott, árangurinn á vellinum hefur verið ágætur og margt til gamans gert utan vallar. Iðkendur, stjórnarmenn og foreldrar hafa verið mjög virkir og lagt sitt af mörkum til þess að félagið verði sem öflugast, innan vallar sem utan. Iðkendafjöldi hefur verið mikill og er enn á uppleið nú þegar nýtt tímabil er að ganga í garð. Í yngstu flokkunum hefur t.a.m. verið um iðkendasprengju að ræða og nokkuð ljóst að knattspyrnan er mjög vinsæl á meðal yngri kynslóðarinnar.
Eitt af markmiðum knattspyrnudeildarinnar er að eiga keppnislið í efstu “deild” í öllum flokkum (A-riðli). Undangengin ár hafa flokkarnir að öllu jöfnu átt sæti í B-riðli. Nú er staðan sú að 4. flokkur og 5. flokkur munu keppa í A-riðli að ári og vonandi bætast 3. og 2. flokkur þar við, áður en langt um líður.
Þeir sem standa að knattspyrnumálum í Keflavík horfa björtum augum til framtíðar og hefur nú loks náðst ákveðinn stöðuleiki í starfinu, sem er nauðsynlegur í starfi félags, ef árangur á að nást.
Hér að neðan er stiklað á stóru hjá hverjum flokki fyrir sig á starfsárinu og árangur stærstu mótanna tilgreindur.
7. FLOKKUR PILTA (7 og 8 ára):
Heildarfjöldi iðkenda: 75
Fjöldi að meðaltali á æfingu: 45
Þjálfari: Elis Kristjánsson
Í þessum flokki er engin áhersla lögð á árangur/úrslit í einstökum leikjum/mótum. Aðal markmiðið er að krakkarnir hafi gaman að því sem þau eru að gera og leikgleðin sé í fyrirrúmi.
Helstu verkefni flokksins:
Í vetur keppti flokkurinn á nokkrum mótum í Reykjaneshöllinni og bar þar hæst KB bankamót Keflavíkur og Njarðvíkurmótið. Flokkurinn tók einnig þátt í Faxaflóamótinu sem fram fór í Fífunni í Kópavogi og KFC móti Víkings í Víkinni.
Sumarvertíðin hjá flokknum hófst á hinu árleg Vinamóti Blika sem haldið er í júníbyrjun ár hvert. Hápunktur ársins hjá þessum flokki var KB bankamótið á Akranesi. Árangur einstakra liða á KB bankamótinu var sem hér segir:
• A-lið: 4. sæti í Spænsku deildinni
• B-lið: 5. sæti í Þýsku deildinni
• C-lið: 1. sæti í Spænsku deildinni
• D-lið: 6. sæti í Þýsku deildinni
Síðasta mót sumarsins var Suðurnesjamótið sem haldið var í Grindavík.
7. flokkur pilta á æfingu sumarið 2004.
6. FLOKKUR (9 og 10 ára)
Heildarfjöldi iðkenda: 68
Fjöldi að meðaltali á æfingu: 42
Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson
Helstu verkefni flokksins:
Í vetur keppti flokkurinn á nokkrum mótum og má þar helst nefna Njarðvíkurmótið í Reykjaneshöll, Suðurnesjamót í Reykjaneshöll, Hertz mótið og KB bankamótið í Reykjaneshöll og Faxaflóamót.
Sumarmót:
Fyrsta mót sumarsins var Jako mót Aftureldingar í Mosfellsbæ í byrjun júní mánaðar.
Shellmótið:
Shellmótið í Vestmannaeyjum er eitt stærsta og glæsilegasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Þetta mót er ávallt mikið ævintýri fyrir krakkana og mikil eftirvænting í loftinu allt árið um kring. Árangur Keflavíkur í ár var í heildina nokkuð góður. Piltarnir á yngra ári sem skipuðu C- og D-liðin, náðu að komast í 8 liða úrslit. C-liðið vann til bronsverðlauna með sigri á Gróttu í leik um 3. sætið. D-liðið náði ekki að spila til verðlauna, þeir enduðu í 5.-8. sæti. A- og B-liðunum gekk ekki eins vel þrátt fyrir vasklega framgöngu.
• B-liðinu gekk stórvel á innanhúsmótinu þar sem liðið vann til bronsverðlauna.
• Aron Elvar Ágústsson var valinn í landslið mótsins og var einnig valinn í 10 manna Úrvalslið mótsins.
• Ólafur Ingvi Hansson sigraði í húlla keppni mótssins. Hann var látinn hætta þegar hann var búinn að húlla vel á aðra klukkustund og var þá ekkert farinn að slá af!!
• Elías Már Ómarsson sigraði í að halda knetti á lofti.
Bronsverðlaunahafar á Shellmótinu í Eyjum, C–lið Keflavíkur.
Efri röð frá vinstri: Guðjón liðstjóri, Alexander, Arnþór, Ási, Elías, Gunnar þjálfari og Friðjón liðstjóri.
Neðri röð frá vinstri: Samúel, Eyþór, Björn, Steinn, Axel og Brynjar lukkutröll.
Aron Elvar Ágústsson með viðurkenningu sína fyrir að vera valinn í Úrvalslið Shellmótsins.
Pollamót KSÍ
Óobinbert Íslandsmót KSÍ. A- og B-lið Keflavíkur léku sinn riðill á Akranesi og komst B-lið Keflavíkur í úrslit með sigri í riðlinum. C- og D-lið Keflavíkur léku sinn riðil í Keflavík þar sem bæði lið enduðu í 2. sæti á eftir Fjölnispiltum. Fyrirkomulag Pollamótsins er þannig að leikið er í mörgum riðlum víðsvegar um landið og kemst efsta lið hvers riðils í úrslit.
B-lið Keflavíkur léku til úrslita á Selfossi þar sem þeir spiluðu 4 leiki. Piltarnir unnu 2 leiki og töpuðu 2 sem skilaði þeim 5. sætinu.
Suðurnesjamót í Sandgerði:
• A-lið: 2. sæti.
• B-lið: B1 endaði í 1. sæti, B2 endaði í 3. sæti
• C-lið: C1 endaði í 3. sæti og C2 endaði í 4. sæti
HK mót í Kópavogi:
Lokamót tímabilsins var HK mótið þar sem piltarnir fóru saman í rútu í Kópavog og myndaðist gríðarleg stemmning hjá piltunum, enda ekki á hverjum degi sem þessir piltar fá að fara saman í rútu að keppa.
Piltarnir stóðu sig stórvel á mótinu og B-liðið stóð þar upp úr og kom með bikar heim fyrir sigurinn í mótinu.
5. FLOKKUR (11 og 12 ára)
Heildarfjöldi iðkenda: 58
Fjöldi að meðaltali á æfingu: 38
Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson
Þegar komið er í 5. flokk er farið að gera meiri kröfur en áður um árangur i einstökum leikjum/mótum. Markmið flokksins fyrir þetta sumar var að komast í úrslitakeppni Íslandsmótsins og komast upp í A-riðil.
Helstu verkefni flokksins:
Vetrarmót:
10/11 mót Keflavíkur og Njarðvíkur í Reykjaneshöll var sameiginlegt verkefni félaganna. Um var að ræða 2 daga mót sem tókst mjög vel og stefnt að því að gera að árlegum viðburði.
Njarðvíkurmótið í Reykjaneshöll, Íslandsmót innanhús (2. sæti í riðlinum, Keflavík komst ekki í úrslit), Lýsingar mótið í Reykjaneshöll og Faxaflóamót.
Um miðjan maí var svo sett á laggirnar skemmtileg nýjung, bæjarkeppni þar sem Reykjanesbær (sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur) lék gegn Árbæjarpiltum í Fylki. Leiknir voru 7 leikir (A, B, B, D, E, F, G og H-lið) og fór svo að Reykjanesbær sigraði nokkuð sannfærandi í 5 leikjum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum leik.
Sumarmót:
Í upphafi sumars fóru piltarnir í 5. flokki í Borgarnes í æfinga- og skemmtiferð. Piltarnir gistu í Borgarnesi og héldu árla sunnudagsmorguns til Mosfellsbæjar þar sem þeir tóku þátt í Jako móti Aftureldingar. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og verður án efa farið í slíka ferð að ári.
Esso mótið Akureyri:
Hápunktur sumarsins hjá þessum flokki ár hvert er Esso mót KA á Akureyri.
A- og B-liðin stóðu sig frábærlega og komust bæði í 8 liða úrslit. C- og D-liðin stóðu sig einnig vel þrátt fyrir að komast ekki í 8 liða úrslit.
• A-lið: Endaði í 2. sæti af 28 liðum. Léku til úrslita gegn FH og var um hörkuleik að ræða þar sem FH piltar náðu að merja 1-0 sigur.
• B-lið: 6. sæti af 28 liðum
• C-lið: 12. sæti af 31 liði
• D-lið: 26. sæti af 28 liðum
Fjör á Essomótinu á Akureyri. Áfram Keflavík!
A–lið Keflavíkur er hreppti silfurverðlaunin á Essomótinu á leið til leiks.
Brynjar fyrirliði, Árni, Trausti, Þórður, Baldur, Magnús, Sigurbergur og Pálmar í feluleik!
Brynjar Sigurðsson fyrirliði og fyrirliði Fylkismanna heilsa áhorfendum fyrir undanúrslitaleik liðanna á Essomótinu. Dómari leiksins var milliríkjadómarinn Gylfi Orrason.
Íslandsmót:
Keflavík lék í B-riðli og var árangur hvers liðs sem hér segir:
• A-lið: 3. sæti með 18 stig. 6 sigrar - 0 jafntefli - 3 töp
• B-lið: 2. sæti með 11 stig. 5 sigrar - 1 jafntefli - 3 töp
• C-lið: 5. sæti með 14 stig. 4 sigrar - 2 jafntefli - 3 töp
• D-lið: 1. sæti með 20 stig. 6 sigrar - 2 jafntefli - 1 tap
Árangurinn hjá þessum flokki verður að teljast mjög góður í heildina, enda um stóran og góðan hóp pilta að ræða.
Úrslitakeppni er haldin hjá 5. flokki og reiknast stig úr A- og B-liða keppni saman. 3 stig fást fyrir sigur hjá A-liðum og 2 stig fyrir sigur hjá B-liðum. Jafntefli gefur alltaf eitt stig. 3 efstu liðin í riðlinum komast í úrslitakeppnina og 2 efstu liðin fara upp um deild/riðil.
Keflavík endaði í 2. sæti í samanlagðri keppni A- og B-liða og komst með því í úrslitakeppnina ásamt því að vinna sér rétt til þess að leika í A-riðli á næsta keppnistímabili.
Í úrslitakeppninni, sem leikin var á Framvellinum, komst liðið upp úr riðlinum og spilaði við Fram í 8 liða úrslitum en beið þar lægri hlut í hörkuleikjum. Frábær árangur hjá strákunum, en vissulega höfðu þeir getuna til þess að fara alla leið en heilladísirnar voru ekki á þeirra bandi að þessu sinni.
Suðurnesjamót:
Lokamót ársins hjá 5. flokki var Suðurnesjamótið sem haldið var í Keflavík.
• A-lið: Suðurnesjameistari
• B-lið: 3. sæti
• C-lið: C1; Suðurnesjameistari C2; 2. sæti
• D-lið: 2. sæti
5. flokkur Keflavíkur 2003-2004.
Efsta röð frá vinstri: Trausti, Pálmar, Magnús, Viktor, Brynjar, Baldur, Sigurbergur, Stefán, Gústaf og Andri Þór.
Miðröð frá vinstri: Jón Örn, Guðni Már, Guðjón, Birgir, Daníel, Kristján Þór, Kristján Helgi, Bjarki, Andri og Eyjólfur.
Neðsta röð frá vinstri: Aron Ingi, Ragnar, Davíð, Árni, Þórður, Eyþór, Grétar, Guðni Friðrik og Sævar.
4. FLOKKUR (13 og 14 ára)
Heildarfjöldi iðkenda: 58
Fjöldi að meðaltali á æfingu: 38
Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson
Helstu verkefni flokksins:
Vetrarmót:
Íslandsmót innanhús (leikið í Víkinni, 3. sæti í riðlinum), Faxaflóamót, Víkurás mótið í Reykjaneshöll sem Keflavík sigraði og VÍS mótið í Reykjaneshöll.
Sumarmót:
Íslandsmót:
Keflavík spilaði í A-riðli í ár, þ.e. á meðal þeirra bestu, og var á brattann að sækja allt sumarið. Markmið sumarsins var að halda sæti sínu í riðlinum og tókst það. Piltarnir stóðu sig með miklum sóma í sumar og náðu því markmiði sem sett var. Liðið endaði í 9 sæti af 11 liðum með 7 stig; sigraði 2 leiki, gerði 1 jafntefli og tapaði 7 leikjum.
Tivoli Cup:
Alþjóðlegt knattspyrnumót sem haldið var í Danmörku dagana 4.-10. júlí. Keflavík sendi 2 lið til leiks, U-14 ára og U-13 ára.
U-14 liðinu gekk mjög vel í riðlakeppninni og endaði þar í 2. sæti og tryggðu sér með því þátttöku í 8 liða úrslitum en þar féllu þeir úr leik gegn sænsku liði.
U-13 liðið komst ekki í 8 liða úrslit, endaði í 4. sæti í riðlinum.
4. flokkur Keflavíkur á Tivoli Cup í Danmörku.
Efsta röð frá vinstri: Ingimar, Guðmundur, Bjarni Reyr, Almar, Stefán, Þorbergur og Eiríkur.
Næsta röð frá vinstri: Óskar, Sindri Björns, Magnús, Pétur, Davíð, Birgir, Bergþór, Sindri Þrastar og Gunnar þjálfari.
Næsta röð frá vinstri: Hákon, Oddur, Þorgeir, Gylfi, Sigtryggur, Fannar og Þórarinn.
Neðsta röð frá vinstri: Sigurður, Arnþór, Ásgeir og Vilhjálmur.
Suðurnesjamót:
Leikið var í Njarðvík í byrjun september. Keflavík varð að láta sér lynda 2. sætið í keppni A- og B-liða.
Annað:
Arnþór Elíasson var fulltrúi Keflavíkur í Knattspyrnuskóla KSÍ að Laugarvatni.
3. FLOKKUR (15 og 16 ára)
Heildarfjöldi iðkenda: 26
Fjöldi að meðaltali á æfingu: 18
Þjálfari: Einar Einarsson
Helstu verkefni flokksins:
Vetrarmót:
Íslandsmót innanhús, leikið í Garðinum (Keflavík í 2. sæti í sínum riðli, komst þ.a.l. ekki í úrslit), Faxaflóamót, SPKEF mótið í Reykjaneshöll og hraðmót Njarðvíkur.
Sumarmót:
Íslandsmót
Keflavík spilaði í B-riðli Íslandsmótsins. Þar voru þeir um miðjan riðil mest allt mótið og blönduðu sér þ.a.l. aldrei alvarlega í toppbaráttuna sem var markmið sumarsins. Piltarnir áttu marga mjög góða leiki og sigruðu t.a.m. nokkur af toppliðunum, en liðinu vantaði stöðuleika til að gera atlögu að efstu sætunum. Keflavík endaði í 5. sæti með 18 stig. 5 sigrar - jafntefli - töp. Liðið leikur því áfram í B-riðli að ári.
Bikarkeppni KSÍ
Féllu úr leik í 1. umferð gegn Víking með 2-1 tapi í Víkinni.
VISA Rey Cup:
Piltarnir tóku þátt í Visa Rey Cup í ár, sem er alþjóðlegt knattspyrnumót Þróttara. Piltarnir stóðu sig mjög vel, enduðu í 2. sæti í riðlinum þar sem þeir sigruðu m.a. sænska liðið Örgryte. Piltarnir enduðu í 4. sæti þar sem þeir töpuðu úrslitaleiknum um bronsið.
Suðurnesjamót:
Keflavík sigraði í Suðurnesjamótinu sem haldið var í Keflavík í byrjun september.
Annað:
Bjarki Þór Frímannsson var í æfingahóp í U-17 landsliðs Íslands.
Viktor Guðnason, Björgvin Magnússon, Natan Freyr Guðmundsson og Einar Orri Einarsson voru valdir í úrtakshóp KSÍ sem kom saman að Laugarvatni í sumar.
3. flokkur Keflavíkur sem sigraði í Hraðmóti Njarðvíkur í Reykjaneshöll.
Efri röð frá vinstri: Gunnar Magnús Jónsson þjálfari, Fannar Ólafsson, Bjarki Þór Frímannsson, Ari Haukur Arason,
Björgvin Magnússon, Garðar Eðvaldsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Viktor Guðnason.
Neðri röð frá vinstri: Helgi Eggertsson, Einar Orri Einarsson, Teitur Albertsson, Gísli Örn Gíslason fyrirliði,
Haraldur Magnússon, Vilhjálmur Cross Birnisson og Stefán Lynn.
Keflavík, 27. september 2004
Gunnar Magnús Jónsson
Yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur