Fréttir

Knattspyrna | 30. nóvember 2005

Zoran Lubicic yfirþjálfari yngri flokka

Zoran Lubicic hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur í knattspyrnu.  Zoran á að baki langan og farsælan feril sem knattspyrnumaður, lengst af með Keflavík, og endaði glæsilegan feril með liðinu með bikarmeistaratittli haustið 2004.  Zoran þjálfaði Völsunga frá Húsavík sl. sumar en kaus að koma til Keflavíkur þegar eftir því var leitað.  Zoran með alla sína reynslu er happafengur fyrir fótboltann í Keflavík, auk þess sem hann er hvers manns hugljúfi.  Zoran mun hefja æfingar með 3ja flokk mánudaginn 5. desember.  Að sögn Smára Helgasonar formanns Barna- og unnglingaráðs verður á næstu dögum endanlega gengið frá því hvernig þjálfarar yngri flokkanna skipta starfinu á sig.  Auk Zorans eru þjálfarar yngri flokkanna Elis Kristjánsson og Gunnar M. Jónsson, fyrrverandi. yfirþjálfari.  ási



Boðinn velkominn heim!  Smári Helgason, formaður Barna- og unglingaráðs,
Zoran Ljubicic og Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar.
(Mynd: Þorgils /
Víkurfréttir)