Reglugerð

REGLUGERÐ UM HEIÐURSVIÐURKENNINGAR
KNATTSPYRNUDEILDAR KEFLAVÍKUR

Stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur veitir viðurkenningar til leikmanna, þjálfara, starfsmanna, styrktaraðila, stuðningmanna  og þeirra sem unnið hafa að framgangi knattspyrnuíþróttarinnar skv. eftirfarandi:   

1. gr.
Viðurkenningar til leikmanna.

Silfurmerki
Silfurmerki skal veita þeim sem leika 100 leiki fyrir Keflavík á Íslandsmóti meistaraflokks.  Einnig þeim leikmönnum Keflavíkur sem leika með A-landsliði Íslands.

Gullmerki
Gullmerki skal veita þeim sem leika 200 leiki fyrir Keflavík á Íslandsmóti meistaraflokks. Einnig þeim sem verða Íslandsmeistarar í meistaraflokkum karla og kvenna utanhúss. Undantekningar frá þessari reglu eru leyfðar við sérstök tilefni, t.d. vegna bikarmeistaratitils eða álíka árangurs.

2. gr.
Viðurkenningar fyrir störf í þágu Knattspyrnudeildar.

Silfurmerki
Silfurmerki skal veita þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur og þeim sem hafa unnið að vexti og viðgangi knattspyrnuíþróttarinnar.  Silfurmerki er veitt fráfarandi stjórnarmönnum eftir 5 ára stjórnarsetu eða lengur. 

Gullmerki
Gullmerki er aðeins veitt þeim sem hafa unnið langvarandi og þýðingarmikið starf í þágu knattspyrnuíþróttarinnar og þeim sem hafa unnið knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.  Gullmerki er veitt fráfarandi stjórnarmönnum eftir 10 ára stjórnarsetu eða lengur. Gullmerki er veitt fráfarandi formönnum.

3. gr.

Þeir sem hljóta viðurkenningar Knattspyrnudeildar skulu einir hafa rétt til að bera þær og er þeim ekki heimilt að láta þær af hendi.  

4. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með visan í samþykkt stjórnar knattspyrnudeildar þann 22.10.2012 og öðlast þegar gildi.