ÆFINGAGJÖLD OG SKRÁNING
Skráning iðkenda
- Allir iðkendur í Knattspyrnudeild Keflavíkur þurfa að vera skráðir og miðast tímabilið við lok september og út ágúst næsta ár.
- Forráðamenn skrá sín börn inn í Sportabler skráningakerfið og þarf að endurnýja skráningu árlega.
- Skráningar fara áfram fram í gegnum Sportabler sem hægt er að nálgast á heimasíðu Keflavíkur eða á slóðinni https://www.abler.io/shop/keflavik/fotbolti
- Foreldrar sæki sér Sportabler appið.
Æfingagjöld september 2024 til og með ágúst 2025
- 2.flokkur- 176.000
- 3.-5. flokkur - 169.000
- 6. flokkur - 155.000
- 7. flokkur - 120.000
- 8. flokkur - 55.000 - 80.000
- Systkinaafsláttur 10% ef gengið er frá gjöldum á tímabilinu 1.sept-31.des ár hvert
- Gjaldið er fast óháð æfingasókn iðkenda.
ATH! Mikilvægt er að ganga frá æfingagjöldum sem fyrst
Greiðslur
- Kreditkort - hægt að skipta greiðslum niður á 1 - 12 greiðslur (2% umsýslugjald leggst á heildargjaldið)
- Greiðsluseðill (skipt niður á 12 greiðslur í byrjun hvers tímabils. Athugið að greiðsluseðlar eru sendir í gegnum Greiðslumiðlun og leggst seðilgjald á hvern reikning auk þess sem vextir reiknast á greiðsluseðla séu þeir greiddir eftir gjalddaga.
- Ef að greiðsluseðlar eru ekki greiddir þá fara þeir í innheimtu í Motus með tilheyrandi kostnaði
- Greiðslur æfingagjalda eru forsenda þess að iðkandi megi taka þátt í æfingum og mótum/leikjum á vegum Keflavíkur.
Iðkandi hættir:
- Þegar iðkandi hættir skal senda tilkynningu í tölvupósti á hjordis@keflavik.is þar sem fram kemur nafn og
kennitala iðkandans - Uppsagnarfrestur er 1 mánuður og falla æfingagjöld niður eftir þann tíma eftir uppsögn sem forráðamaður hefur tilkynnt með tölvupósti á ofangreint netfang. ATH - Ekki nóg að láta þjálfara vita.
- Æfingagjöld eru ekki endurgreidd afturvirkt.
Hvatagreiðslur
- Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar eru rafrænar og hafa forráðamenn sem skrá iðkendur á þessu ári val um að haka við í skráningarferlinu um að nota hvatagreiðsluna til lækkunar æfingargjaldinu.
- Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar Hvatagreiðslur/Incentive payments | Upplýsingavefur sveitarfélagsins Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is)
- Hvatagreiðsla fyrir árið 2025 er 45.000 kr
- Það er ábyrgð foreldra og forráðamanna að ráðstafa hvatagreiðslum
- Hvatagreiðslur fást ekki endurgreiddar til foreldra eftir að þeim hefur verið ráðstafað.
Ferðakostnaður og mótakostnaður
- Er greiddur af iðkendum, kostnaðurinn er misjafn eftir því í hvaða flokki iðkandi er og hver verkefnin eru. Barna- og unglingaráð greiðir ferðakostnað þjálfara í keppnisferðum vegna Íslands- og Faxaflóamóts, ekki öðrum mótum.
Keppnisbúningur
- Keflavík er með samning við Sport 24 og kemur æfinga og keppnisfatnaður frá Adidas. Hægt er að nálgast allan fatnað til sölu hjá Sport 24. Hver iðkandi fær úthlutað sínu númeri hjá yfirþjálfara sem fylgir þeim upp yngri flokka. Hægt er að fá upplýsingar um það hjá solrun@keflavik.is