Evrópukeppnin í Futsal 14.-17. ágúst
Forkeppni fyrir Futsal Cup, Evrópukeppnina í Futsal, verður haldin hér dagana 14.-17. ágúst. Keflavík varð Íslandsmeistari í Futsal síðasta vetur og fékk því þátttökurétt í keppninni og það varð úr að við tókum að okkur að halda einn undanriðil keppninnar hér. Auk Keflavíkur mæta til leiks Club Futsal Eindhoven frá Hollandi, Kremlin Bicetre United frá Frakklandi og Vimmerby IF frá Svíþjóð. Þess má geta að hollenska og franska liðið keppa eingöngu í Futsal en sænska liðið er hefðbundið knattspyrnufélag. Leikirnir í riðlinum fara allir fram að Ásvöllum í Hafnarfirði en Haukar sýndu þá vinsemd að lána okkur aðstöðuna þar. Við bendum á Innkastið sem gefið er út vegna keppninnar en það er mjög veglegt og inniheldur m.a. kynningu á Futsal og sögu þess á Íslandi, upplýsingar um þátttökuliðin og keppnina og svo að sjálfsögðu yfirlit yfir riðilinn og leikina. Að lokum hvetjum við svo stuðningsmenn til að mæta á leikina og hvetja okkar lið.
Leikirnir í riðlinum (leikið að Ásvöllum):
Laugardagur 14. ágúst
15:00 CF Eindhoven - KBU France
17:30 Keflavík FC - Vimmerby IF
Sunnudagur 15. ágúst
15:00 Vimmerby IF - CF Eindhoven
17:30 Keflavík FC - KBU France
Þriðjudagur 17. ágúst
15:00 KBU France - Vimmerby IF
17:30 CF Eindhoven - Keflavík