Minningarmót Ragnars Margeirssonar á laugardag
Hér má sjá leikjaplan mótsins
Hið árlega knattspyrnumót eldri drengja (35+) til minningar um knattspyrnumanninn Ragnar Margeirsson, verður haldið í Reykjaneshöll laugardaginn 23. febrúar. Ragnar lék á sínum tíma hérlendis með Keflavík, KR og Fram auk þess sem hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Þýskalandi.
Afrakstur af mótinu rennur ávallt til góðra málefna. Í fyrra var það fjölskylda Sigursteins Gíslasonar sem naut góðs af. Að þessu sinni mun ágóði mótsins renna til fjölskyldu knattspyrnumannsins úr Eyjum, Steingríms Jóhannessonar, sem lést á s.l. ári. Einnig er tekið er við frjálsum framlögum til styrktar málefninu.
Mótshaldarar, sem kjósa að kalla sig „Vini Ragga“, hafa þegar fengið styrktaraðila að mótinu (sem vill ekki koma fram opinberlega) til að standa straum af öllum útgjöldum vegna mótsins.
Skráningar í mótið standa yfir en það er einungis laust fyrir 3 lið í mótið.
Lið sem hafa staðfest þátttöku eru:
Keflavík
Njarðvík
Fylkir
Keflavík (árg. 1993)
Víðir Garði
Nettó
ÍBV
KR
Kjallarinn
Breiðablik
Happasæll
Skallagrímur
Brunavarnir Suðurnesja
Nánari upplýsingar um mótið:
- Leikið verður á 4 litlum völlum (50 x 32m).
- Leikmannafjöldi: 6 í liði (5 útileikmenn og markvörður)
- Aldurstakmark er 35 ára
- Hámarksfjöldi liða í mótið eru 16 lið
- Þátttökugjald í mótið er að lágmarki 15.000 kr. á lið
- Þátttökugjald og/eða styrkir leggist inn á reikning: 121 - 05 - 10026, kt. 180161-4229
- Að móti loknu verður verðlaunaafhending ásamt því sem boðið verður upp á léttar veitingar
Þátttökutilkynningar skal senda á kristinn@netpostur.is.