Fréttir

Knattspyrna | 1. júní 2022

Nettómót Keflavíkur

Nú um helgina fer fram Nettómót Keflavíkur í 7. flokki kvenna.  Keppt verður í Nettóhöllinni og á nýja gervigrasinu fyrir aftan höllina.  Spilað er allan laugardaginn með hléi á milli þar sem þátttakendur fara í bíó og hádegismat.  Öll lið spila 7 leiki á mótinu.

Á mótinu eru ungar fótboltastelpur að að stíga sín fyrstu skref í fótboltanum og er markmið mótsins er að þær fái að njóta þess að spila fótbolta með leikgleðina að leiðarljósi.  Á mótinu er mikil áhersla lögð á félagslega þáttinn og verður mikið um að vera til viðbótar við fótboltann.

Hér er facebook síða mótsins þar sem má sjá frekari upplýsingar.

https://m.facebook.com/nettomotkeflavikur/

Upplýsingahandbók mótsins

/media/5/upplysingahandbok-netto-2022.pdf