Stefna - þjálfun

STEFNA Í ÞJÁLFUN YNGRI FLOKKA KNATTSPYRNUDEILDAR

Formáli

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur vinnur eftir handbók um fyrirmyndarfélag Íþrótta og ólympíusambands Íslands.  Knattspyrnudeild Keflavíkur uppfyllir þau gæði að vera talin sem fyrirmyndardeild.

Í handbókinni koma fram íþróttaleg markmið og leiðir í hverjum flokki fyrir sig sem unnið er eftir í dag.  Margoft hefur verið rætt um innan stjórnar Barna og unglingaráðs að marka heildstæða stefnu utan um þjálfun yngri flokka Knattspyrnudeildar þar sem kemur fram hvaða atriði í leikfræði og tækni sé æskilegt að þjálfa í hverjum aldursflokki, bæði hjá stúlkum og drengjum.

Með því að marka heildstæða stefnu verður starfið markvissara og þjálfarar vita hvaða kröfur eru gerðar til þeirra, það eru einmitt kröfurnar á þjálfarana sem hafa aukist mjög á undanförnum árum.

Samkvæmt handbókinni er stefna Barna og unglingaráðs að þjálfarar félagsins eiga að hafa viðeigandi menntun til þeirra þjálfarastarfa sem þeir vinna samkvæmt reglugerð KSÍ.

Skipulag

Það þarf að vinna með réttu hlutina á réttum tíma.  Það er misjafnt hvenær börn og unglingar eru móttækileg fyrir hinum ýmsu þáttum í þjálfun á ákveðnum tímum á þroskastiginu.  Börn í 7 og 6 flokk hafa mikla hreyfiþörf sem þarf að reyna uppfylla í þjálfuninni.  Í 6 flokk eldri og í 5 flokk eru iðkendur mjög móttækilegir fyrir að læra tækniæfingar, þess vegna ætti að leggja áherslu á þær æfingar á þessum aldri.

Leikmenn þurfa að læra fjölbreyttar hreyfingar á yngri árum til að vera betur í stakk búnir að takast á við sérhæfingu síðar.

Uppbygging á leikmanni þarf að vera markviss, bæði í tækni og leikfræðilegum þáttum, strax hjá yngstu flokkunum þarf að byrja og byggja svo ofan á þá þekkingu sem fyrir er hjá leikmönnum.  Þjálfunin þarf að vera fjölbreytt og taka mið af þörfum  aldurshópa og einstaklinga innan þeirra. 

Það þarf að setja markmið um hvaða atriði í tækni og leikfræðilegum atriðum iðkendur eiga að vera búnir að ná á sitt vald þegar þeir ganga upp um aldursflokk.

Einstakir flokkar

7. flokkur

Markmið samkvæmt handbók fyrirmyndarfélags:

 • Að auka hreyfiþroska
 • Fyrstu kynni af knattspyrnu verði jákvæð
 • Æfingar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska.  Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar
 • Þjálfun fari fram í leikformi
 • Æfingar séu skemmtilegar

Það sem leikmenn 7. flokks eiga að vera búnir að ná valdi á þegar þeir ganga upp í 6. flokk er:

Tækni

 • Grunntækni í boltameðferð
 • Knattæfingar
 • Knattrak á ýmsa vegu, stefnubreytingar
 • Knattrak með einföldum gabbhreyfingum
 • Einföldustu leikbrellur
 • Innanfótarspyrna – sendingar
 • Móttaka – innanfótar – il, læri
 • Sköllun úr kyrrstöðu

Leikfræði

 • Markskot, skot úr kyrrstöðu og eftir knattrak
 • Helstu leikreglur
 • Leikæfingar, fáir í hverju liði með og án markmanns
6. flokkur

Markmið samkvæmt handbók fyrirmyndarfélags:

 • Aðaláhersla lögð á þjálfun tæknilegrar færni
 • Kynna einföld leikfræðileg atriði
 • Þjálfun feli í sér þol, kraft og teygjuæfingar
 • Að vekja knattspyrnuáhuga fyrir lífstíð
 • Æfingar séu fjölþættar og skemmtilegar
 • Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd
 • Öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu

Það sem leikmenn 6. flokks eiga að vera búnir að ná valdi á þegar þeir ganga upp í 5. flokk er :

Tækni

 • Boltaæfingar- grunntækni
 • Knattrak með einföldum gabbhreyfingum, knattrak þar sem bolta er haldið
 • Leikbrellur
 • Sendingar – innanfótar, bein og innanverð ristarspyrna
 • Sköllun úr kyrrstöðu og eftir uppstökk, halda bolta á lofti
 • Móttaka – stýring með innanverðum fæti
 • Innkast

Leikfræði

 • Markskot, úr kyrrstöðu, eftir knattrak, skot á ferð
 • Þríhyrningsspil
 • Skallatennis – fótboltatennis
 • Leikið 1 á 1 með ýmsum afbrigðum
 • Leikæfingar þar sem fáir eru í liði
 • Hornspyrnur – aukaspyrnur – vítaspyrnur
5. flokkur

 Markmið samkvæmt handbók fyrirmyndarfélags:

 • Aðaláhersla lögð á þjálfun tæknilegrar færni
 • Kynna einföld leikfræðileg atriði
 • Þjálfun feli í sér þol, kraft og teygjuæfingar
 • Að vekja knattspyrnuáhuga fyrir lífstíð
 • Æfingar séu fjölþættar og skemmtilegar
 • Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd
 • Öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu

Það sem leikmenn 5. flokks eiga að vera búnir að ná valdi á þegar þeir ganga upp í 4. flokk er :

Tækni

 • Sendingar með jörðu og á lofti, innanfótar, innanverð-utanverð og bein ristarspyrna
 • Knattrak;  hratt, þar sem bolta er haldið, með gabbhreyfingum
 • Móttaka jarðarbolta og stýring
 • Móttaka hárra bolta og stýring
 • Knattrak og leikbrellur
 • Tækniæfingar með bolta
 • Sköllun; beint áfram, eftir bolvindu, fljúgandi skalli
 • Gabbhreyfingar, mýkt, hraðar fótahreyfingar, hraðabreytingar
 • Samleikur af ýmsum toga sem lýkur með markskoti

Leikfræði

 • Markskot; eftir knattrak og samspil, skot á ferð, skallað að marki eftir fyrirgjöf
 • Leikið 1 á 1 með ýmsum afbrigðum
 • Skallatennis – fótboltatennis
 • Farið yfir undirstöðuatriði liðssamvinnu – leikæfingar þar sem eru fáir í liði
 • Liðssamvinna - verjast sem lið- sækja sem lið, bjóða aðstoð.
 • Innkast, hornspyrna, aukaspyrna, vítaspyrna.
 • Þríhyrningsspil
 • Leikskilningur - að hlaupa sig frían – hreyfing án bolta.
 • Að dekka andstæðing
 • Að verjast hornspyrnum
4. flokkur

 Markmið samkvæmt handbók fyrirmyndarfélags:

 • Þjálfun byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum ásamt liðleikaþjálfun
 • Viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni
 • Auka skilning á leikfræðilegum atriðum
 • Skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með knattspyrnustarfinu.  Til þess skulu öll tækifæri sem bjóðast til hópþátttöku hópferða og félagslegra athafna innan vallar sem utan nýtt til hins ýtrasta.

Það sem leikmenn 4. flokks eiga að vera búnir að ná valdi á þegar þeir ganga upp í 3. flokk er :

Tækni

 • Móttaka á bolta og spyrnur æfðar undir pressu með ákveðin markmið
 • Knattrak og leikbrellur æfðar undir pressu með ákveðin markmið
 • Sköllun á ýmsan hátt
 • Fyrirgjafir, með innanverðri rist með og án snúnings
 • Tækniæfingar með bolta
 • Ljúka yfirferð allra tækniatriða og grunnkennslu knattspyrnu

Leikfræði

 • Markskot;  eftir að hafa leikið á mótherja, eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð), eftir móttöku á hlaupum í þröngu svæði, eftir eina eða tvær snertingar, viðstöðulaus skot með jörðu og á lofti

Leikfræði hóps

 • Ýmis konar samsetning liðs, jafnmargir í liði, einum færri, einum fleiri.

Sóknarleikur

 • Hreyfing án bolta, aðstoð við leikmann með bolta
 • Undirstöðuatriði liðssamvinnu; dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði, aðstoð
 • Rangstaða

Samleikur

 • Veggsending, víxlun, framhjáhlaup, knattrak og sending

Varnarleikur

 • Dekking/gæsla maður á mann með bolta
 • Dekking/gæsla maður á mann án bolta
 • Samvinna, yfirtaka á leikmanni frá liðsfélaga
 • Verjast hornspyrnum
 • Rangstaða
 • Undirstöðuatriði varnar, dýpt, gæsla, loka svæðum, samþjöppun, völdun

Návígi

 • Lesa sendingu mótherja, komast inn í sendingu mótherja,
 • Tækling, rennitækling
 • Pressa með áherslu á rétta varnarstöðu

Föst leikatriði

 • Vítaspyrna, rétt innkast og hreyfing án bolta, hornspyrna, aukaspyrnur (beinar og óbeinar)

Markmenn

 • Grípa bolta yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki
 • Kýla bolta með annarri, kýla bolta með báðum
 • Kasta sér og grípa bolta
 • Markspyrnur
 • Kasta frá marki
 • Fimi og snerpa
 • Koma bolta í leik
 • Stjórna vörn
 • Verjast fyrirgjöfum, úthlaup 
3. flokkur

Tækni

 • Tækni einstaklings fínpússuð og fullkomnuð
 • Tækniæfingar tengdar leikæfingum og flóknum tækniæfingum, samsettar æfingar.
 • Fága og styrkja enn frekar þau tækniatriði sem þegar hefur verið farið yfir.

Leikfræði

 • Markskot af ýmsum toga;
 • Eftir að hafa leikið á mótherja
 • Eftir móttöku á hlaupum og á þröngu svæði
 • Eftir eina og tvær snertingar
 • Viðstöðulaust.

Návígi

 • Komast inn í sendingu
 • Tækla
 • Pressa – ná bolta af mótherja

Leikfræði liðs, sóknarleikur

 • Sóknarleikur við eðlilegar aðstæður, róleg uppbygging, hröð uppbygging, hraðaupphlaup
 • Föst leikatriði, vítaspyrna, horn, innkast, beinar, óbeinar aukaspyrnur
 • Sérstök leikfræðileg atriði, sókn eftir pressuvörn, sókn þar sem leikmenn eru færri eða fleiri í liðum.

Leikfræði liðs, varnarleikur

 • Varnarmöguleikar, maður á mann, svæðavörn, blönduð varnaraðferð
 • Vörn gegn föstum leikatriðum, vörn gegn aukaspyrnum, hornspyrnum, innköstum
 • Sérstakir leikmöguleikar, pressuvörn, leikið þar sem leikmenn eru færri eða fleiri í liðum

Leikkerfi

 • Ákveðið leikskipulag
 • Leikið með frjálsan varnarmann fyrir aftan vörn
 • Leikaðferð sem byggist á rangstöðu
 • Leggja áherslu á að leikmenn geti haldið bolta innan liðsins
 • Efla samvinnu leikmanna
 • Auka sköpun leikmanna og sjálfstæða hugsun
 • Bæta staðsetningar

Markverðir

 • Tækni fínpússuð og fullkomnuð
 • Að taka þátt í leikuppbyggingu sem aftasti varnarmaður og koma bolta fljótt í leik.

Að lokum

Þjálfarar þurfa að koma vel undirbúnir á æfingar og framkvæma atriði sem eru fyrirfram ákveðin með skipulögðum hætti.

Þjálfarateymi yngri flokka Knattspyrnudeildar þarf að koma saman að hausti og undirbúa sig í upphafi nýs leikárs með því að setja sér markmið og skipuleggja æfingaárið, það er mikilvægt að þetta sé gert með samvinnu allra þjálfara.

Með þessu er hægt að samræma þjálfun yngri flokka og uppbygging flokkana verður markvissari

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur