Arnór Ingvi í úrvalsliðinu
Arnór Ingvi Traustason er í úrvalsliði fyrstu 11 umferða Pepsi-deildarinnar en valið var kynnt í gær.
Arnór Ingvi Traustason er í úrvalsliði fyrstu 11 umferða Pepsi-deildarinnar en valið var kynnt í gær.
Búið er að breyta leikdögum og tíma á nokkrum leikjum Keflavikur og við vekjum athygli á því að leikurinn gegn Grindavík verður mánudaginn 30. júlí kl. 19:15 á Nettó-vellinum.
Leikurinn gegn Fylki á dögunum var 100. leikur Haraldar Freys Guðmundssonar fyrir Keflavík í efstu deild. Hann er 31. leikmaðurinn sem nær þeim áfanga fyrir félagið.
Slakt gengi Keflavíkur á heimavelli hélt áfram þegar Fylkismenn komu í heimsókn í 12. umferð Peps-deildarinnar. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Árbæinga þar sem bæði mörkin komu undir lok leiksins.
Á mánudag leika Keflavík og Fylkir í Pepsi-deildinni og þar með hefst seinni umferð deildarinnar hjá okkar mönnum. Leikurinn verður á Nettó-vellinum og hefst kl. 19:15.
Á laugardaginn leika Keflavík og BÍ/Bolungarvík í 1. deild kvenna. Leikurinn verður á Nettó-vellinum og hefst kl. 14:00.
Nú þegar Pepsi-deildin er hálfnuð er víða verið að gera fyrri hluta deildarinnar upp. Hjá vefsíðunni 433.is var Zoran Daníel Ljubicic valinn besti þjálfari fyrri umferðarinnar og Guðmundur Steinarsson á besta markið.
Karla- og kvennalið Keflavíkur leika nú hvern heimaleikinn á fætur öðrum og nú er upplagt tækifæri fyrir Keflvíkinga að mæta á völlinn og styðja sitt fólk.