Jafntefli í lokaleiknum
Keflavík gerði jafntefli í lokaleik sínum í 1. deild kvenna í sumar þegar liðið mætti Grindavík á útivelli. Lokatölur urðu 2-2 þar sem Grindvíkingar náðu tvisvar forystunni en okkar stúlkur jöfnuðu jafnoft.
Keflavík gerði jafntefli í lokaleik sínum í 1. deild kvenna í sumar þegar liðið mætti Grindavík á útivelli. Lokatölur urðu 2-2 þar sem Grindvíkingar náðu tvisvar forystunni en okkar stúlkur jöfnuðu jafnoft.
Það var ekki bara meistaraflokkur sem lék í Vestmannaeyjum í vikunni en piltar úr 4. flokki léku þar sama dag og buðu upp á magnaðan leik.
Á föstudag leikur kvennaliðið sinn síðasta leik í 1.deildinni í sumar en stelpurnar leika þá gegn Grindavík á útivelli.
Nýtt æfingatímabil er að hefjast hjá Knattspyrnudeild. Að þessu sinni hefjast æfingar hjá 6. og 7. flokki þann 27. ágúst en æfingar hjá öðrum hefjast seinni hluta september.
Aganefnd KSÍ hefur sent frá sína nýjustu sendingu um leikbönn og þar eru hvorki fleiri né færri en þrír Keflvíkingar á svarta listanum.
Keflavík vann góðan útisigur á Eyjamönnum þegar liðin mættust í 16. umferð Pepsi-deildarinnar. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það var Guðmundur Steinarsson sem gerði það.
Á mánudag kl. 18:00 verða okkar menn í Vestmannaeyjum og mæta ÍBV í 16. umferð Pepsi-deildarinnar.
Keflavík varð að sætta sig við naumt tap gegn toppliði Fram þegar liðin mættust í 1. deild kvenna. Lokatölur urðu 2-1 þar sem sigurmarkið kom undir lok leiksins.